Fyrirtækið

Tannsmíðastofa Reykjavíkur var stofnuð haustið 2016 af Berglindi Haraldsdóttur og Helen Halldórsdóttur.

Hjá Tannsmíðastofu Reykjavíkur leggjum við metnað okkar í að sérsmíða fyrsta flokks tanngervi þar sem áherslan er á útlit, gæði og endingu. Við setjum samstarf við tannlækna í fyrsta sæti því með sterkri liðsheild náum við settu marki; að skila óaðfinnanlegri vinnu, með hagsmuni viðskiptavinar í fyrirrúmi.

Það er hér sem vísindin og listin mætast.

Þjónusta

Tannsmíðastofa Reykjavíkur leggur áherslu á fagmennsku, gæði og gott viðmót.
Við viljum einungis það besta fyrir okkar viðskiptavini. Þess vegna er okkur mikilvægt að sækja reglulega endurmenntun ásamt því að nota einungis viðurkennd efni og aðferðir við vinnslu okkar tanngerva.

Við bjóðum upp á alhliða tannsmíðaþjónustu.